Tafir á sendingum vegna veðurs
Opnum 13:00 6.feb
Nýtt snið frá WAX JEANS!! Flare jeans - sem eru líka stundum kallaðar bootcut.
Þessar eru háar uppí mittið og halda aðeins yfir magann, aðsnið yfir lærin og víkka svo aðeins út frá hnjám. Töff rifur og tjásur hér og þar yfir hnén.
Skálmasíddin mælist um 82 cm og geta því líka hentað fyrir þær sem eru hávaxnar eða taka lengri skálmalengd í buxum.
Það er gaman að segja frá því að efnið í þessum buxum er að hluta til unnið úr endurunnum plastflöskum - en efnið er einstaklega mjúkt og teyganlegt.
Blanda úr Bómul, 67% bómul, 20% Endurunnið Polyester, 8% polyester, 3% viscose og 2% Spandex.
Þessar gefa mjög vel eftir og mælt er með því að taka þær í númeri fyrir neðan sig.