Sendum frítt þegar verslað er yfir 15000 kr

Leit

Madd Skyrta

Þessi stærð/litur er uppseldur

Létt bómullar- og hörskyrta frá danska merkinu Fransa Plus.

Skyrtan er laus í sniðinu með kvartermum og hneppt alla leið niður. Flott bæði lokuð eða opin yfir ermalausa toppa.

Efnið er frábært í hita því það andar vel.

Buxur í stíl við skyrtuna eru einnig fáanlegar í Curvy.

Síddin á skyrtunni mælist um 80 cm og hún er aðeins síðari að aftan.

Efnið er náttúruleg blanda: 90% lífræn bómull og 10% hör.

ATH! Bómull er náttúrulegt efni og hefur marga kosti eins og að anda vel og lykt sest síður í bómull. Hinsvegar getur bómull minnkað aðeins í þvotti. ​

Við mælum með því að þvo á handþvottaprógrammi og teygja vel á flíkinni og slétta úr á meðan hún er blaut og hengja upp til þerris.