Erum flutt í Holtagarða 2.hæð
Sundbuxur í sumarlegum litum frá Zizzi Swim.
Klassískt snið, þægilega háar upp í mittið.
Tvöfaldar svo það sést ekki í gegnum þær, aðhaldsnet sem sléttir úr og heldur við magann.
Bikini toppur í stíl fæst einnig í Curvy.
Efnið er 80% Polyester, 20% Elastane - efnið gefur eftir í vatni.
Efnið í sundbuxunum þolir klórinn nokkuð vel ef farið er eftir leiðbeiningum.
* Skolið klórinn úr með köldu vatni eftir notkun og hengið upp.
* Við mælum ekki með því að nota þeytivinduna í laugunum.