Erum flutt í Holtagarða 2.hæð
Sumarlegur tankini toppur með blómamynstri,
V-hálsmál og breiðir hlýrar sem eru festir saman með gylltri plastklemmu fyrir aftan háls sem gefur betri stuðning.
Í brjóststykkinu eru spangir, létt teygja og púðar sem hægt er að taka úr.
Síddin á toppnum mælist um 62 cm.
Efnið er 88% nylon og 12% spandex.
ATH! Efnið er ekki með auka klórvörn en þolir klórinn nokkuð vel ef farið er eftir leiðbeiningum.
* Skolið klórinn úr með köldu vatni eftir notkun og hengið upp.
* Við mælum ekki með því að nota þeytivinduna í laugunum.